Auglýsing

Guðfinna segir að Eygló sé ömurlegur ráðherra og taki ekki ráðgjöf

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segir að Eygló Harðardóttir sé ömurlegur velferðarráðherra og að hún skammist sín fyrir að vera í sama flokki og hún.

Ástæðan er samkvæmt borgarfulltrúanum sú að ráðherrann taki ekki við ráðgjöf þegar kemur að húsnæðismálum og því séu þau „í rugli.“ Þetta segir Guðfinna á Facebook-síðu sinni en færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra komst í gegnum þingið. Þá vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga frumvörpin til baka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu.

Ekki náðist í Eygló við vinnslu fréttarinnar.

Færslu Guðfinnu má sjá hér fyrir neðan.

Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,…

Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 27. júlí 2015

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing