Auglýsing

Guðmundur og „týndu börnin“ á Íslandi: „Ég þarf að útskýra fyrir þeim hvað það þýðir að mála skrattann á vegginn“

Það er enginn á Íslandi sem hefur eytt jafn miklum tíma í að leita að „týndum börnum“ eins og lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Hann er nýjasti viðmælandi Kiddu Svarfdal í þættinum Fullorðins á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Guðmundur hefur mikla ástríðu fyrir starfinu og fer yfir verkefnin í þættinum og gefur foreldrum góð ráð.

Ein af fyrstu spurningunum sem Kidda lagði fyrir hann var hvaða ráð hann myndi gefa foreldrum sem væru í vandræðum með börnin sín.

„Það er reyndar hlutur sem ég tek oft umræðu við foreldra þegar maður er að leita að börnum og það er orðin þreyta, reiði, sorg og hræðsla og allt slíkt. Það er það að þegar eitthvað kemur upp á og ég kem heim með barn sem hefur verið týnt í einhvern tíma, hefur ekkert heyrst frá, það eru allir orðnir mjög tense – ég þarf að útskýra fyrir þeim hvað það þýðir að mála skrattann á vegginn. Þau skilja það ekki. Ég þarf að útskýra það. Þá bið ég oft foreldrana um það að þegar barnið kemur heim þá skaltu fagna því, taka utan um það og spyrja hvort það sé svangt eða hvort það þurfi að fara í sturtu og svo er talað saman á morgun,“ segir Guðmundur og bendir á að þegar fólk er orðið æst og reitt að þá séu allar líkur á því að forráðamenn eða foreldrar missi stjórn á samtalinu.

„Alveg klárlega. Við tökum það á morgun. Þeim líður ekkert vel með að bíða með það. Við erum þá allavega orðin aðeins rólegri. Hitt snýr að því að þroskast. Það er þetta traust. Þegar barninu verður á og gerir einhver mistök að við förum ekki upp á háa C-ið. Að það fari ekki allt á hvolf,“ segir Guðmundur í þessu áhugaverða viðtali sem hægt er að hlusta á og heyra með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing