Auglýsing

Guðmundur Steingrímsson rýfur þögnina: „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“

Guðmundur Steingrímsson hefur tjáð sig um stöðu sína í Bjartri framtíð eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi stjórnarformaður flokksins, gagnrýndi forystu Bjartrar framtíðar og sagðist treysta sér til að verða formaður.

Guðmundur segist í færslu á Facebook-síðu sinni engan áhuga hafa á formannslag. Hann segir aátök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka eru töluverð meinsemd.

Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann.

Hann segir fókus á mikilvægi formanna og á persónulega eiginleika þeirra vera aðra meinsemd „til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki, góðu fólki, kemur í raun veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. Það gildir um Bjarta framtíð.“

Sjá einnig: Heiða Kristín gagnrýnir forystu Bjartrar framtíðar: Treystir sér til að verða formaður

Ársfundur Bjartrar framtíðar fer fram í september. Guðmundur segist ætla að tala fyrir tillögu um að láta embættin innan flokksins, formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku rótera á milli fólks.

„Tökum jafnari ábyrgð. Setjum fókusinn á málefnin, gildin, stefnuna. Hugsjónirnar. Berjumst fyrir þeim, en minna við hvort annað,“ segir hann.

„Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér.

Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“

Hér má sjá færslu Guðmundar.

Staða Bjartrar framtíðar hefur verið mér og fleirum tilefni til mikilla og djúpra heilabrota um nokkurt skeið. Ég hef …

Posted by Guðmundur Steingrímsson on Monday, August 10, 2015

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing