Auglýsing

Guðmundur tekur við strákunum okkar og stýrir liðinu í þriðja sinn

Guðmundur Guðmundsson og Handknattleikssamband Íslands hafa náð samkomulagi þess efnis að Guðmundur taki við karlalandsliði Íslands í handbolta. Vísir.is greinir frá þessu í morgun en samkvæmt frétt Vísis verður greint frá ráðningunni síðar í vikunnu.

Guðmundur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hefur þjálfað liðið á síðustu tveimur stórmótum en samningur hans við HSÍ rann út eftir EM í Króatíu í síðasta mánuði. Þetta verður í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við landsliðinu.

Guðmundur hefur náð flottum árangri með liðið en hann stýrði íslenska landsliðinu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og til bronsverðlauna á EM í Austurríki 2010. Þá gerði hann danska landsliðið Ólympíumeistari í Ríó árið 2016.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing