Guðni Ágústsson segist vera femínisti. Þetta kemur fram í Akureyri vikublað. Ætla má að hann sé því búinn að finna nýjan stað fyrir konuna en staður hennar var áður á bakvið eldavélina að hans sögn.
Í viðtalinu við Akureyri vikublað er Guðni spurður hvort hann sé femínisti, í ljósi þess hvernig hann ræðir nú konur.
Já, ég er með bleika bók því til vitnisburðar. Ég er gagnkynhneigður karlmaður með konu og börn en ég er ekki sú karlremba sem ég er sagður vera.
Guðni hefur sent frá sér bókina Hallgerður sem hann segir vera mannréttindabók. Í samtali við Akureyri vikublað segir Guðni að hann hafi skrifað bókina, sem byggir á Njálu, fyrst og fremst fyrir Hallgerði sjálfa.
Hann hefur rannsakað Njálu í þaula og tekið eftir því að Hallgerður hafi verið lögð í einelti auk þess sem hún hafi mátt þola kynferðislega misnotkun af hálfu fóstra hennar.
„Ég dáði Gunnar og lék hann oft sem strákur. Ég hataði Hallgerði. Svo fór ég að átta mig á þessu kvenmannsofbeldi sem hún varð fyrir og þá fór ég að sjá hana í nýju ljósi, Mér fannst ég verða að koma þessu frá mér,“ segir Guðni í viðtalinu í Akureyri vikublað.