Auglýsing

Guðni Bergsson vinnur í því að landsliðið verði með í FIFA 18: „Ég er bjartsýnn“

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er að vinna í því að íslenska landsliðið í knattspyrnu verði hluti af FIFA 18. Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafnaði tilboði tölvuleikjarisans EA Sports sem vildi að liðið yrði hluti af FIFA 17 þar sem honum fannst fjárhæðin sem boðin var ekki nógu há.

Sjá einnig: Strákarnir í landsliðinu í fótbolta eru í FIFA 17

„Ég er að vinna í þessum málum einmitt þessa stundina og ég er bjartsýnn á að við náum að segja góðar fréttir hvað þetta varðar von bráðar,“ segir Guðni í samtali við Viðskiptablaðið.

Geir sagði í samtali við Nútímann eftir að málið kom upp síðasta haust að EA Sports hafi boðið lága fjárhæð fyrir réttindin, lítilræði sem KSÍ sætti sig ekki við. Síðar kom í ljós að umrædd upphæð var um 1,7 milljónir króna.

Fjölmiðlar um allan heim fjölluðu um málið og óskuðu eftir viðbrögðum frá EA Sports. Í umfjöllun The Guardian kom fram að fyrirtækið tjái sig ekki um einstaka samninga. EA Sports hafði samband við Geir eftir umræðuna sem kom upp og vildi hefja viðræður við KSÍ um þátttöku Íslands í FIFA18.

Geir sagði í kjölfarið að nú hefði félagið rúman tíma til að semja. Hann segir að markmið beggja aðila sé að bæði karla- og kvennaliðið verði með í næsta leik.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing