Spaug Guðna Halldórssonar vakti athygli á föstudagskvöld en tíst sem hann setti á Twitter þar sem hann bað konu að nafni Arndís reyndist vera lygi. Tístið birtist á sjónvarpsskjá landsmanna í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini.
Guðni segir í samtali við Nútímann að það hafi verið einhverjir sem keyptu grínið. Hann hafi fengið nokkur símtöl og skilaboð eftir að tístið birtist á sjónvarpsskjánum.
„Ég var alveg að krumpast inn í mér að einhver væri að trúa þessu,“ segir hann.
Elsku Arndís mín þar sem þú horfir á #vikan hef ég bara eina spurningu
Þú er sú sem breytir dimmu í ljós og ert ljósið í lífi mínu og mig langar til þess að það verði þannig að eilífu
Viltu Giftast mér— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) November 2, 2018
OK Pínu vandræðalegt….mundi svo að ég á ekki kærustu þannig #vikan plís ekki birta þetta Tvít……
ps. Hvernig eyðir maður tvíti— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) November 2, 2018
Eftir að tístið birtist í þættinum baðst Guðni afsökunar á athæfinu og sagði að maður ætti ekki að leika sér að tilfinningum annara.
„Ég mun stíga til hliðar sem stjórnandi Tvittersíðurnar @GudniKlipp og hugsa minn gang og skammast mín. Internetið er ekki staður né stund fyrir sprell,“ segir hann.
Vil biðja Íslensku þjóðina afsökunar á þessu "gríni"
Maður á ekki að leika sér að tilfinningum annara.
Ég mun stíga til hliðar sem stjórnandi Tvittersíðurnar @GudniKlipp og hugsa minn gang og skammast mín. Internetið er ekki staður né stund fyrir sprell #arndís #vikan pic.twitter.com/IIzkSmfIGJ— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) November 2, 2018