Guðni Th. Jóhannesson fagnaði sigri í forsetakosningunum í gær þegar leið á nóttina. Hann var með 38,5% fylgi þegar tæplega 40% atkvæða höfðu verið talin. Kosningavöku RÚV lauk rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og þar var því slegið föstu að Guðni myndi ná kjöri.
Og hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn!
Fjölmargir fylgdust með kosningavökunni og létu í sér heyra á Twitter. Nútíminn tók saman tístin sem fengu mestu undirtektirnar.
Elísabet Jökuls var að margra mati stjarna kosninganna þótt fleiri hefðu mátt kjósa hana
En hefði ég unnið þá hefðu Davíð og Andri mátt vera hluti af konunum 18 á Bessastöðum. Andri í kjól. Davíð í korselett. #forseti
— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 26, 2016
Ólafur Ragnar leit við á kosningavöku RÚV
Þessi rammi er svo sad. Þessi eini, yfirgefni maður – sitjandi í skugganum. Yfirgefinn. #forseti pic.twitter.com/Jo0TEIgEKg
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 26, 2016
Sturla var duglegur að vísa í niðurstöður í skoðanakönnunum Útvarps Sögu
Hvenær koma fyrstu tölur frá Útvarpi Sögu? #forseti pic.twitter.com/Cs3WxU3waq
— Henrý (@henrythor) June 25, 2016
Grín var gert að nýbakaðri forsetafrú á Twitter og Una tók upp hanskann fyrir hana
Eliza er fyrirmynd fyrir innflytjendur, sérstaklega konur. Klár kona sem rekur sitt eigið fyrirtæki. Afhverju gera grín af henni? #forseti
— Una Hildardóttir (@unaballuna) June 26, 2016
Og Hugleikur var samur við sig
HEI FOSSEDIN OKKAR E BARA ME EITT EIRA #forseti pic.twitter.com/GEZFRBDOJ9
— dagsson (@hugleikur) June 25, 2016
Umræða frambjóðenda eftir kosningar var betri en umræðan fyrir þær
Þarna er eins og fjórir eðlilegir einstaklingar séu að eiga eðlilegar umræður. Af hverju gat baráttan ekki verið svona? #forseti
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) June 25, 2016
Þessi öldusundlaug er reyndar góð
"Krakkar mínir. Það eru góðar og slæmar fréttir. Pabbi verður forseti…en það er öldusundlaug á Álftanesi!" #forseti
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) June 25, 2016
Niðurstöður krakkakosninganna vöktu athygli
Íslensk börn eru álíka sturluð og bresk gamalmenni. #forseti #brexit
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) June 25, 2016