Auglýsing

Guðni forseti stóð við stóru orðin, fluttur á Bessastaði og hjólar með börnin í skólann

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og fjölskylda hans eru flutt á Bessastaði.

Hann hjólaði með börnin í skólann í morgun, líkt og sjá má á Facebook-síðu forsetans. Þar má sjá forsetann, með hjálm og í öryggisvesti, með barnastól á bögglaberanum og hjólavagn í eftirdragi.

Sjá einnig: Fjögur atriði sem stóðu upp úr í framboðsræðu Guðna Th. í mínum huga

„Þá erum við fjölskyldan flutt á Bessastaði. Einstök fegurð blasti við í morgunsárið; geislar morgunsólarinnar lágt á himni, húsin á höfuðborgarsvæðinu sveipuð ljóma, stilltur hafflötur og ferskt loft, fjallahringurinn í fjarska, hrossin úti á túni, álftirnar kvakandi. Þetta er fallegt land, Ísland,“ skrifaði forsetinn.

Þegar Guðni tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands sagðist hann ætla að halda áfram að hjóla í skólann- og leikskólann með börnin, næði hann kjöri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing