Auglýsing

Guðni Th. líkir Fjallabræðrum við björgunarsveit: „Allir eru vinir, allir róa í sömu átt“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skellti sér á tónleika kórsins Fjallabræðra í gærkvöldi.

Hann var afar ánægður með kvöldið og líkti kórnum við góða björgunarsveit í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Í kvöld var stund milli stríða. Ég skellti mér á tónleika Fjallabræðra hér í borg. Drengirnir voru góðir að vanda, og allir gestir þeirra sömuleiðis. Í Fjallabræðrum er að finna þessa fínu blöndu af vandvirkni og metnaði með lífsgleði og ég segi ekki kæruleysi en svona léttleika,“ sagði forsetinn.

Og svo er það líka samstaðan og fjölbreytileikinn.

„Þarna eru örugglega lögfræðingar og rafvirkjar, píratar og sjallar, Vestfirðingar og Breiðhyltingar. Allir eru vinir, allir róa í sömu átt, syngja sama lagið. Þetta er svona eins og góð björgunarsveit, hljómbjörgunarsveit. Þótt ég hafi ekki vit á tónlist og vilji ekki gera upp á milli tónlistarfólks og komist ekki á nándar nærri alla viðburði leyfi ég mér að þakka fyrir mig,“ sagði Guðni einnig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing