Auglýsing

Guðni Th. sendir frá sér yfirlýsingu vegna stóra ananasmálsins, vill ekki geta bannað ananas

Guðni Th. Jóhanesson, forseti Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stóra ananasmálsins. Þar segist hann ekki geta sett lög sem banni fólki að setja ananas á pítsuna sína.

Sjá einnig: Draumur Guðna um ananasbann er komið í heimsfréttirnar: „Smekkur hans er í ruslflokki“

Guðni lýsti í síðustu viku yfir að hann myndi banna ananas á pizzur ef hann gæti það. Vísir fjallaði um ferð Guðna til Akureyrar en hann sat fyrir svörum í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann varpaði þessari bombum. Ummæli Guðna rötuðu út fyrir landsteinana og víða um heim er nú fjallað um draum Guðna að banna ananas á pizzur.

Yfirlýsingu Guðna er þess vegna bæði að finna á íslensku og ensku á Facebook-síðu hans.

„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu,“ segir í yfirlýsingu Guðna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing