Auglýsing

Guðni stóð við stóru orðin eftir launahækkun Kjararáðs: Hefur gefið fjórar milljónir af launum sínum til góðgerðarmála

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur gefið samtals tæpar fjórar milljónir króna af launum sínum til góðgerðarmála frá því að kjararáð hækkaði laun hans eftirminnilega í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Frétt um ákvörðun Guðna að gefa frá sér launahækkun Kjararáðs fór í fyrsta sæti á Reddit

Ritari forseta staðfesti við RÚV að Guðni hefur greitt 300 þúsund krónur til góðgerðamála í hverjum mánuði á því rúma ári frá því laun hans voru hækkuð.

Ákvörðunin um að hækka laun æðstu embættismanna þjóðarinnar olli mikilli reiði í þjíðfélaginu í fyrra. Nokkrir Alþingismenn gagnrýndu ákvörðunina en henni hefur ekki verið breytt, þó aukagreiðslur til þingmanna hafi verið lækkaðar.

Spurður út í ákvörðun kjararáðs í fyrra sagði Guðni: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun.“

Hann sagðist þá vænta þess að Alþingi myndi vinda ofan af ákvörðun kjararáðs og lofaði að hækkunin myndi ekki renna í hans vasa. Hann hefur staðið við það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing