Þingmenn komu saman á Bessastöðum í kvöld í kvöldverði þeim til heiðurs í tilefni af fullveldisdeginum í dag. Hvorki fleiri né færri en sex forréttir voru í boði, tveir aðalréttir ásamt eftirréttum og ostum.
Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti matseðilinn á Twitter, þar sem fjörugar umræður sköpuðust í kjölfarið
@dagnyara Matseðillinn, vessgú! (Ps. utanríkisráðherra finnst ég hafa valið slæman bakgrunn). pic.twitter.com/yCc3iyjsBt
— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016
Það er eins gott að það séu ekki margir þingmenn grænmetisætur eða vegan.
@andresingi @dagnyara Guðni er mjög fínn forseti – en hann verður seint sakaður um að vera ofstopafullur vegan.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) December 1, 2016
Fólk virtist ekki vera neitt sérstaklega hrifin af hugmyndinni um saltkjöt í hlaupi
@gislimarteinn @andresingi @dagnyara SALTKJÖT Í HLAUPI?!
Ég mun ekki sofa í nótt.
— pallih (@pallih) December 1, 2016
@pallih @gislimarteinn @andresingi Virkilega þjóðlegt. Mögulega einum of?
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2016
Andrés svaraði kalli þjóðarinnar og birti nærmynd af saltkjöti í hlaupi
Fyrir áhugasama: nærmynd af saltkjöti í hlaupi. #fullveldisdagur pic.twitter.com/yMBBkIn8pu
— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016