Auglýsing

Guðni Th. biður Kristófer Acox afsökunar: „My bad. Kemur ekki fyrir aftur“

Ísland vann Sviss í undankeppni EM í körfubolta í gær. Áður en leikurinn hófst heilsaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, upp á leikmenn liðanna. Og svo gerðist þetta:

KR-ingurinn Kristófer Acox er nýr í landsliðshópnum. Þetta tíst hefur vakið mikla athygli og fréttir hafa verið birtar um það á DV, Vísi og mbl.is. Spurður á Twitter hvernig hann svaraði forsetanum segist Kristófer hafa sagt: „Thanks bruh.“ — enda eina rétta svarið.

Guðni var ekki lengi að biðjast afsökunar á þessu hliðarspori

Svo lengi lærir sem lifir.

„My bad“ er auðvitað stórkostleg vísun í heim körfuboltans, hvort sem það er viljandi eða ekki hjá forsetanum. Talið er að þetta orðatiltæki sé runnið undan rifjum körfuboltagoðsagnarinnar Manute Bol sem var á tímabili stærsti leikmaður NBA-deildarinnar, 2,31 m á hæð. Hann lést árið 2010.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing