Auglýsing

Guðni Th. gerður að heiðursdoktor við Queen Mary University of London

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið gerður að heiðursdoktor við Queen Mary University of London. Þetta kemur fram á vef forsetans.

Guðni stundaði þar doktorsnám og lauk prófum árið 2004. „Athöfnin var öll hin hátíðlegasta,“ segir Guðni á Facebook-síðu sinni.

Maður stenst ekki mátið og leyfir sér að vekja athygli á því að í gær var ég gerður að heiðursdoktor við Queen Mary, University of London. Þaðan lauk ég doktorsnámi á sínum tíma og þykir vænt um þessa skemmtilegu nafnbót.

Doktorsritgerð Guðna fjallaði um fiskveiðideilur á Norður-Atlantshafi 1948-1964. Við útskrift nemenda, þar sem hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbótinni, flutti hann stutt ávarp og minnti þar á mikilvægi menntunar og sérfræðiþekkingar en ætíð yrði þó að hafa í huga takmörk þekkingar og nauðsyn þess að hlusta á ólík sjónarmið og nálganir á viðfangsefni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing