Auglýsing

Guðni Th. hvatti starfsfólk Landspítalans til dáða í SMS-i eftir rútuslysið við Kirkjubæjarklaustur

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi starfsfólki Landspítala kveðju í SMS-i að kvöldi 27. desember. Hann sagði starfsfólkið standa sig vel undir miklu álagi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Skilaboðin sendi Guðni í kjölfarið á alvarlegu umferðarslysu við Kirkjubæjarklaustur þar sem kínversk kona á þrítugsaldri lést. 22 voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús, þar af 12 á Landspítalann. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, tók við skilaboðunum sem hljómuðu svona:

„Sæl Anna Sigrún. Bið þig að koma til skila kærum þökkum til allra sem nú reynir á og standa sig svo vel undir miklu álagi. Bestu kveðjur, Guðni (forseti).“

Í Morgunblaðinu kemur fram að skilaboðin hafi verið lesin upp í jólaboði spítalans daginn eftir slysið. Anna Sigrún segir í samtali við Morgunblaðið að fólk hafi verið ánægt með skilaboðin. „Þessu var afskaplega vel tekið og allir mjög glaðir með þetta.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing