Auglýsing

Guðrún Veiga segir fylgjendur hafa bankað heima hjá sér á nóttunni: „Fólki finnst það svolítið eiga mann“

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, ein af vinsælustu snöppurum landsins, segir algengt að fylgjendur hennar verði ágengir. Í þættinum Sítengd sem sýndur er á Rúv greinir Guðrún frá því að fólk eigi það til að banka hjá sér á nóttunni. Sjáðu brot úr þættinum hér að neðan.

Sítengd – veröld samfélagsmiðla eru heimildaþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Þátturinn er á dagskrá Rúv á sunnudögum klukkan 20:35.

Í þættinum er Guðrún spurð hvort það fylgi því engin óþægindi að hleypa fólki svona nálægt einkalífinu. „Fólki finnst það svolítið eiga mann og hafa tilkall til manns og tíma manns,“ segir Guðrún

Hún segir fylgjendur eiga það til að vera ágengir. „Það er ákveðið persónulegt rými sem þú getur svo auðveldlega farið yfir, eins og að banka hérna að nóttu til. Það hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að fólk haldi að það geti bara bankað hérna og spurt hvort ég ætli ekki að koma á djammið,“ segir Guðrún.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing