Sparkspekingurinn Guðmundur Benediktsson er ekkert sár yfir því að vera ekki tilnefndur til Edduverðlauna sem sjónvarpsmaður ársins. Þetta kom fram í viðtali við Gumma í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlustaðu á brot úr þættinum hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Gummi Ben í beinni: Bono!
Eins og Nútíminn greindi frá í morgun þá furða fjölmiðlamennirnir Egill Helgason og Þorsteinn Joð sig á því að fótboltalýsandinn Gummi hafi ekki verið tilnefndur til Edduverðlauna sem sjónvarpsmaður ársins á Íslandi. Tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í gær.
Egill Helgason segir í pistli á Eyjunni að erfitt sé að verðlauna fólk á hverju ári í þessum örsmáa kvikmynda- og sjónvarpsbransa hér á landi. „Íslendingar eignuðust á síðasta ári fyrstu alþjóðlegu sjónvarpsstjörnuna. Þeim hefur ekki verið til að dreifa hingað til,“ skrifar Egill.
„Þetta eru greinilega góðir menn, sagði Gummi í Brennslunni í morgun.
Ég er búinn að vera margverðlaunaður þannig að ég er bara að ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski eins og nammið fyrir börnin, ef maður er ekki búinn að smakka það, þá hefur þetta engin áhrif.
Sjálfur var Gummi hrifnastur af þáttunum Leitinni að upprunanum og telur að Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eigi skilið að vinna. „Mér fannst það bara frábært dæmi,“ sagði Gummi í Brennslunni og ítrekaði að sér liði vel. „Þið þurfið engar áhyggjur af mér að hafa“