Auglýsing

Gummi Ben og Eiður Smári verða með RÚV á HM í Rússlandi

Guðmundur Benediktsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa gengið til liðs við hópinn sem mun fjalla um og sinna HM í Rússlandi í sumar fyrir RÚV. Frá þessu er greint á vefnum Rúv.is en þetta er annað stórmótið í röð sem Guðmundur er lánaður en hann var hjá Sjónvarpi Símans á EM 2016.

Guðmundur mun koma til með að lýsa leikjum íslenska liðsins af sinni alkunnu snilld á meðan Eiður Smári verður í hlutverki sérfræðings, bæði í umfjöllun hér heima sem og úti í Rússlandi.

„Ég er bæði ánægður og stoltur að fá að taka þátt í þessu sögulega verkefni með RÚV“, segir Guðmundur Benediktsson í samtali við Rúv.is.

RÚV mun sýna alla 64 leiki mótsins í beinni útsendingu auk þess sem umfjöllun með sérfræðingum verður í kringum hvern einasta leik mótsins.

„Það er mikill fengur í þessum fræknu kempum og þeir munu styrkja annars mjög sterkan HM-hóp okkar RÚVara ennþá frekar,“ er haft eftir Hilmari Björnssyni íþróttastjóra RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing