Guðmundur Lárus Guðmundsson eða Gummi eins og hann kallar sig starfar við kvikmyndaframleiðslu í London og er mesti Suvvivor aðdáandi landsins. Þegar hann var 12 ára sá hann sinn fyrsta þátt af raunveruleikaþáttaröðinni Survivor og nú 34 seríum og 513 þáttum síðar er Gummi enn að fylgjast með og hefur ekki misst úr þætti í 17 ár.
Þættirnir sem hófu göngu sína árið 2000 urðu strax mjög vinsælir og voru sýndir hér á landi um árabil. Það eru enn margir sem fylgjast grant með en Facebook-hópurinn, S01E01: Survivor edition inniheldur tæplega 500 aðdáendur. Þar fara fram líflegar umræður og greinlegt að þættirnir skipta fólk miklu máli.
Gummi segir þættina hafa heillaði sig um leið og hann sá þá. „Þessi þáttur hefur bara alltaf verið uppáhaldsþátturinn minn og það er bara eitthvað við hann sem heillar mig. Allt frá formatinu alveg upp að þema laginu, ég fæ aldrei leið á þessu,“ segir Gummi sem á allar seríurnar á dvd.
Aðspurður um uppáhalds seríu segir Gummi mjög erfitt að gera upp á milli. „Fyrir mig eru seríur 16, 20, 26 og 31 sem standa upp úr. Það eru allt seríur með keppendum sem eru að keppa í annað sinn. Það er gaman að sjá kunnuleg andlit aftur og þegar þau eru að spila aftur eru þau meira pro sem eykur spennuna.“
Gummi stundaði nám í Film and Television í Brunel háskólanum í London og lokaritgerðin fjallaði að sjálfsögðu um Survivor þættina. Hápunktur þessara 12 ára sem Gummi hefur horft á þættina var í fyrra þegar hann hitti kynnir þáttana, Jeff Probst og nokkra fyrrverandi keppendur.
Ég fór á Survivor event á vegum Entertainment weekly í LA í nóvember 2016 og var staddur á kaffihúsi þegar ég sá Jeff. Ég spjallaði aðeins við hann en ég viðurkenni að ég var mjög stressaður
Hann náði einnig að hitta nokkra keppendur á ráðstefnunni en hann stendur ekki á svörum þegar hann er spuruður um uppáhalds keppanda. „Sandra úr seríu 7, 20 og 24 stendur klárlega uppúr. Hún er eina manneskjan sem hefur tekist að vinna tvisvar.“
Fyrir áhugasama var sería númer 35 að hefjast.