„Við viljum fá drengi og karla að borðinu til að ræða jafnrétti kynjanna á jákvæðan hátt.“
Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.
Gunnar Bragi sagði frá ráðstefnu sem fer fram í New York í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar í janúar. Á ráðstefnunni verður fjallað um jafnrétti kynjanna og aðeins körlum og drengjum verður boðið. Þetta kemur fram á vef fréttastofunnar AP.
Gunnar Bragi sagði að ráðstefnan, sem kallast „barbershop“, verði enstök að því leyti að þetta sé í fyrsta skipti sem Sameinuðu þjóðirnar kalla aðeins karlmenn saman til að ræða jafnrétti kynjanna.
Hann sagði að sérstök áhersla verði lögð á ofbeldi gegn konum á ráðstefnunni.
Leiðrétting: Í fyrstu kom fram að ráðstefnan fari fram hér á landi. Það hefur verið leiðrétt.