Auglýsing

Gunnar Bragi gerði allt vitlaust á Alþingi: „Hver þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfum?“

Þingmenn ræddu lagasetningu á kjaradeilur heilbrigðisstarfsfólks á Alþingi í dag.

Umræðurnar hafa verið vægast sagt fjörugar og náðu einhvers konar hápunkti þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði allt vitlaust í þingsal með ræðu sinni. Myndband af ræðu Gunnars Braga má sjá hér fyrir neðan.

„Það er gaman að sjá hve stjórnarandstaðan nýtur þess núna að vera í sviðsljósinu. Ekki naut núverandi stjórnarandstaða þess að vera í sviðsljósinu þegar hún var hér á síðasta kjörtímabili að leiða stjórn landsins,“ sagði Gunnar.

Hann spurði svo hvernig það var þegar núverandi stjórnarandstaða setti lög á flugvirkja.

„Hvernig var umræðan hérna þá? Var það hroki og hræsni sem þá var um að ræða? Ekki var háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þá hér í ræðustól að tala um hroka og vanvirðingu þegar hún studdi það með jái. Það skiptir greinilega máli hver það er og hverjir eru við borðið.“

Gunnar spurði svo hver þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfum.

„Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver er það sem þorði að taka á Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylkingin og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn?“

Þegar þarna var komið við sögu var allt orðið vitlaust í þingsal eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing