Auglýsing

Gunnar Hrafn Pírati styður ekki áfengisfrumvarpið: „Dálítið langt og mikið skref í einu“

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, styður ekki áfengisfrumvarpið í eins og það er í dag. Hann snýr aftur á þing í næstu viku eftir veikindaleyfi vegna alvarlegs þunglyndis. Varamaður Gunnars, Viktor Orri Valgarðsson, er einn flutningsmanna frumvarpsins.

Sjá einnig: Þingmaðurinn Gunnar Hrafn er á batavegi: „Ég er allur að koma til“

Þetta kom fram í viðtali við við Gunnar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Gunnar sagði skiptar skoðanir á frumvarpinu innan flokks Pírata. Sjálfur segist hann hlynntur því að afnema ríkiseinokun á áfengissölu og að það þurfi að uppfæra lögin sem séu að hans mati ákveðin tímaskekkja.

„Mér finnst þetta vera dálítið langt og mikið skref í einu án þess að á móti komi til dæmis stóraukið framlag til forvarna sem væri þá einhvers konar málamiðlun,“ sagði Gunnar í Morgunútvarpinu. 

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að frumvarpinu.

Þar er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á sölu á áfengi verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í sérrými innan verslana, í sérverslunum eða yfir búðarborð. Einnig er lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi upp að vissu marki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing