Auglýsing

Gunnar Nelson tekur keppnisfrí út árið

Gunnar Nelson hyggst að öllum líkindum ekki berjast meira á þessu ári. Þetta kemur fram í viðtali á vef MMA frétta. Gunnar var rotaður af Santiago Ponzinibbio í júlí en eftir bardagann kom í ljós að Santiago hafði ítrekað potað í augu Gunnars sem er að sjálfsögðu ekki leyfilegt.

Gunnar og félagar kærðu úrslit bardagans við Santiago en í viðtali við MMA fréttir segir hann að ekkert sé komið út úr kærunni og að málið sé í höndum UFC-bardagasambandsins. „Það er samt jákvætt að þetta sé búið að taka svona langan tíma,“ segir hann.

Það þýðir að þeir séu að íhuga þetta. Þetta er stórt atriði, ef maður spáir í því. Þeir senda hrikalega sterk skilaboð út með ákvörðun sem þeir taka í þessu atriði. Ég er smá spenntur að sjá hvað gerist.

Gunnar býst við að berjast á ný í febrúar eða mars á næsta ári. „Ég mun að öllum líkindum taka mér keppnisfrí það sem eftir er af árinu og hvíla höfuðið almennilega. Ég held að það sé smart move fyrir framhaldið.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing