Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, leggur það til að styttan af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Ástæðuna segir Gunnar vera þá að Ingólfur var þrælahaldari. Hann segir nær að reisa styttu af Dufþak en hann var ískur þræll Ingólfs.
„Þegar þrælar drápu þrælahaldara sinn á Hjörleifshöfða við upphaf Íslandsbyggðar hófst alþýðuuppreisn Íslendinga. Þegar þrælahaldarinn Ingólfur Arnarsson elti foringja þrælauppreisnarinnar út í Vestmannaeyjar og drap þá alla koðnaði alþýðuuppreisnin niður. Og hefur legið niðri síðan,“ skrifar Gunnar í færslu sem sjá má hér að neðan.
Þegar þrælar drápu þrælahaldara sinn á Hjörleifshöfða við upphaf Íslandsbyggðar hófst alþýðuuppreisn Íslendinga. Þegar…
Posted by Gunnar Smári Egilsson on Miðvikudagur, 3. október 2018