Auglýsing

Gunni átti hugmyndina að því að syngja Ég er kominn heim: „Bara spiluð amerísk hip-hop-tónlist“

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason, betur þekktur sem Gunni, átti hugmyndina að því að lagið Ég er kominn heim yrði sungið á heimaleikjum íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Þetta kom fram í þætti Loga Bergmanns á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Það er ein staðreynd sem fólk þarf að vita um þig sem fólk þarf að vita, þú ert maðurinn sem ber ábyrgð á ég er kominn heim. Hvernig gerðist það?,“ spurði Logi, Gunni sem útskýrði málið.

„Ég fer alltaf á völlinn alla landsleiki og er búinn að gera síðan ég var 10 ára. […]  Það fór svo í taugarnar á mér þegar Tólfan var orðin svona flott, fullur völlur, geðveik stemning og svo var bara spiluð einhver amerísk hipp hopp-tónlist bara alveg fram að þjóðsöng, ég var að verða brjálaður á þessu og svo alltaf tónlist strax eftir leikinn og brjáluð tónlist í hálfleik, þetta var bara ekki fílingurinn sem 20 þúsund manns voru í,“ sagði Gunni.


Hann tók sig því til og skrifaði skilaboð til KSÍ á Facebook og spurði hvort ekki væri hægt að breyta þessu. Að aldrei yrði spiluð erlend tónlist á heimaleikjum íslensks landsliðs heldur íslensk tónlist. KSÍ tók vel í það og spurði hvaða lag hann legði til.

Gunni sagðist hafa stungið upp á „Ég er kominn heim“ enda sé það lag sem allir elska, sagði hann í þættinum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing