Auglýsing

Gústaf Níelsson vildi sæti Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði

Gústaf Níelsson sóttist eftir sæti Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði áður en Framsóknarflokkurinn óskaði eftir kröftum hans. Þetta staðfestir Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík en vill að öðru leyti ekki tjá sig um tveggja manna tal, eins og hann orðar það sjálfur.

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Gústaf, sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, tók sæti varamanns í mannréttindaráði borgarinnar í gær. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.

Sjá einnig: Fern furðuleg ummæli Gústafs Níelssonar

Skipan Gústafs var afturkölluð í dag eftir að forysta Framsóknarflokksins lagðist gegn henni opinberlega. Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík­ur, segir að hins vegar að afstaða hans til samkynhneigðra hafi ráðið úrslitum.

Gústaf segist ekki sóst eftir sæti Framsóknar í mannréttindaráði heldur hafi Sveinbjörg leitað til hans eftir að hún heillaðist af skrifum hans í Morgunblaðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing