Næstkomandi mánudag munu fara fram hádegisumræður með aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, Kumi Naidoo, á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International en hann er staddur hér á landi um þessar mundir. Ræddar verða helstu áskoranir í mannréttindabaráttunni fyrir alla.
Þess má geta að Kumi Naidoo er reynslumikill aðgerðasinni og hefur lengi starfað í þágu mannréttinda í heimalandi sínu, Suður-Afríku. Hann gegndi starfi aðalframkvæmdastjóra Greenpeace International áður en hann tók við starfi aðalframkvæmdastjóri Amnesty International í desember árið 2017.
Íslandsdeild Amnesty International býður alla hjartanlega velkomna í hádegisumræðurnar næstkomandi mánudag kl. 13:00, í Þingholtsstræti 27, 3. hæð.