Sýrlenskum hælisleitanda verður vísað frá Svíþjóð eftir að hrollvekjandi myndskeið sýnir hann hrinda 91 árs gamalli konu niður stiga í árás sem mun án efa endurvekja umræður um innflytjendamál í landinu.
Karam Kanjo, 26 ára, var gripinn á öryggismyndavélum þar sem hann réðst á öldruðu konuna þann 29. ágúst, þegar hún var á leiðinni að grafreit eiginmanns síns. Myndskeiðið sýnir Kanjo, sem kom til Svíþjóðar í flóttamannabylgjunni árið 2015, grípa konuna hálfnaða upp stigann á Sollentuna stöðinni, um átta mílur norðvestur af Stokkhólmi.
Aldrei upplifað annað eins ofbeldi
Myndskeiðið sýnir konuna reyna að streitast á móti í augnablik, áður en þau rúlla niður stigann. Kanjo heldur í hálsmen hennar, sem veldur konunni alvarlegum meiðslum. Vitni að árásinni sást hlaupa í burtu og skilja öldruðu konuna eftir.
Eftir að þau hafa rúllað niður stigann stendur Kanjo upp, rífur af henni keðjurnar og gengur rólega í burtu, skilur konuna eftir liggjandi á gólfinu þar sem tvær konur komu henni til aðstoðar.
Samkvæmt dómsskjölum sem MailOnline fékk í hendur, voru keðjurnar gjafir sem hún hafði fengið fyrir meira en 40 árum. Þegar lögreglan tók hana í yfirheyrslu sagðist hún hafa orðið skelfingu lostin og sagðist hefði aldrei upplifað slíkt ofbeldi á ævinni.
Síðastliðinn mánudag var hann dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og dæmdur til brottvísunar til Sýrlands eftir að hafa verið sakfelldur fyrir gróft rán, brot á hnífalögum Svíþjóðar og fíkniefnabrot. Auk þess þarf hann að greiða konunni 93.100 sænskar krónur (6.649 pund) í bætur.
Sendur burt frá Svíþjóð
Kanjo, sem hefur áður verið dæmdur fyrir nauðgun, hefur framið að minnsta kosti 19 glæpi síðan hann kom til landsins árið 2015, þar á meðal gróft þjófnaðarbrot og tilraun til þjófnaðar. Árið 2021 var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á konu, en honum var sleppt þegar tæplega eitt ár var eftir af dómnum.
„Það virðist vera heppni að [fórnarlambið] hlaut ekki mjög alvarleg meiðsli í fallinu. Þrátt fyrir að ekki hafi verið lögð fram læknisvottorð eða slíkt, telur dómurinn að með hliðsjón af aldri [fórnarlambsins] sé augljóst að ofbeldi Karam Kanjo gegn henni hafi verið lífshættulegt,“ sagði dómarinn.
Honum verður einnig bannað að snúa aftur til Svíþjóðar eftir að honum verður vísað úr landi, samkvæmt dómskjölum.