Starfsmönnum meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots sem rekið er af Samhjálp var brugðið þegar það mætti til vinnu á sunnudagsmorguninn og tók eftir því að 5 hænum og einum hana hafði verið stolið úr hænsnabúi sem heimilið á.
Frá þessu er greint á heimasíðu Samhjálpar en búið er að kæra þjófnaðinn til lögregu en starfsmenn stofnunarinnar eru nokkuð vissir um að þjófurinn sem þar var að verki þekki vel til í hænsnarækt.
„Ljóst þykir að hver sem tók fiðurfénaðinn ófrjálsri hendi vissi sitt hvað um hænsnarækt þar sem fimm hænur á móti einum hana þykja ákjósanleg hlutföll í hænsnabúi,“ segir á heimasíðu Samhjálpar.