Auglýsing

Hæstiréttur samþykkir ekki geðmat á manninum, rannsaka enn nauðgun og líkamsárás í Eyjum

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um að dómkvaddur yrði matsmaður til að framkvæma mat á aðstæðum, og þá sérstaklega geðheilbrigði, mannsins sem er grunaður um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu á fimmtugsaldri um miðjan september í Vestmannaeyjum. Málið hefur vakið mikinn óhug.

Lögreglustjóri lagði til að geðlæknir yrði fenginn til verksins.

Þetta kemur fram á vef RÚV en úrskurðurinn var kveðinn upp í gær.

Sjá einnig: Maðurinn í Eyjum grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun, vitni lýsa skelfilegu ofbeldi

Konan fannst illa haldin utan dyra, nakin og mjög köld. Hún var með mikla áverka á andliti og líkama eftir ofbeldisverk. Dyravörður kom að manninum fyrr um kvöldið fyrir utan veitingahúsið Lundann en þá hélt maðurinn höfði konunnar ofan í öskubakka.

Hæstiréttur hafnar nú kröfu lögreglustjórans á þeim forsendum að í matsbeiðni sé ekki fullnægt því skilyrði fyrir geðrannsókn að vafi leiki á hvort matsþoli sé sakhæfur.

Hæstiréttur telur að beiðni lögreglustjórans sé ekki nægilega skýr og það komi ekki nægilega vel fram hvað eigi að meta og hvað lögregla telji að sanna megi með mati. Í matsbeiðni komi ekki fram hvaða þörf sé á matinu.

Hæstiréttur hafnaði um síðustu mánaðamót kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing