Auglýsing

Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdóms og sýknar Mjölni og bardagakappann Árna

Hæstiréttur hefur sýknað Mjölni og bardagakappann Árna Ísaksson í máli sem fasteignasalinn Lárus Óskarsson höfðaði vegna fótbrots sem Láru varð fyrir þegar hann var steggjaður í húsakynnum Mjölnis í ágúst árið 2014.

Með þessu snýr Hæstiréttur dómi Héraðssdóms Reykjavíkur sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Mjölnir og Árni væru skaðabótaskyldir.

Þetta kemur fram á Vísi en dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti kl. 15 í dag.

Í dómi Hæstaréttar segir að íslenskum rétti hafi lengi gilt reglur um áhættutöku en þar undir falla tilvik þar sem þeim sem verður fyrir tjóni er ljós sú áhætta sem hann tekur en hann leggur engu að síðu sig eða hagsmuni sína í hættu.

Hæstiréttur fellst á það að reglur um áhættutöku valdi því að Lárus geti ekki krafist skaðabóta frá Mjölni og Árna vísar bæði í konungsbók Grásar og Mannhelgisbálk Jónsbókar máli sínu til stuðnings.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing