Fyrsta varan sem fyrirtækið Hagar ætlar að bjóða upp á sem heildsöluaðili áfengis er Euroshopper-bjór. Þetta kemur fram á mbl.is.
Bjórinn verður fáanlegur í verslunum ÁTVR en ef áfengisfrumvarpið verður samþykkt verður hann seldur bæði í verslunum Hagkaupa og Bónuss.
Finnur Árnason, forstjóri, Haga, segist í samtali við mbl.is ekki hafa smakkað bjórinn en segir hann hafa fengið mjög góða einkunn í bragðprófunum.
Þetta er vörumerki sem við erum að selja í verslunum okkar. Við væntum þess að varan verði komin í sölu eftir ekki alltof margar vikur.
Styrkileiki bjórsins er 4,6% og mbl.is greinir frá því að hálfur lítri verði líklega seldur á í kringum 250 krónur.