Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, 67 ára að aldri. Þetta kemur fram á mbl.is.
Samkvæmt frétt mbl.is fékk Halldór alvarlegt hjartaáfall í sumarbústað sínum í Grímsnesi sl. föstudag og var í kjölfarið fluttur á Landspítalann.
Halldór lætur eftir sig eiginkonu, Sigurjónu Sigurðardóttur læknaritara, og þrjár uppkomnar dætur, þær Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barnabarna og barnabarnabarna.
Halldór sat á Alþingi 1974 til 1978 og aftur frá 1979 til 2006. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar hinn 1. janúar 2007 og gengdi því starfi fram í mars 2013.
Halldór var skipaður forsætisráðherra hinn 15. september árið 2004 og gegndi því embætti í tæp tvö ár þegar hann ákvað að draga sig út úr stjórnmálum.
Nánar um störf Halldórs á mbl.is.