Auglýsing

Halldór Ásgrímsson látinn

Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í gær­kvöldi, 67 ára að aldri. Þetta kemur fram á mbl.is.

Samkvæmt frétt mbl.is fékk Hall­dór al­var­legt hjarta­áfall í sum­ar­bú­stað sín­um í Gríms­nesi sl. föstu­dag og var í kjöl­farið flutt­ur á Land­spít­al­ann.

Hall­dór læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Sig­ur­jónu Sig­urðardótt­ur lækna­rit­ara, og þrjár upp­komn­ar dæt­ur, þær Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barna­barna og barna­barna­barna.

Hall­dór sat á Alþingi 1974 til 1978 og aft­ur frá 1979 til 2006. Hann tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar hinn 1. janú­ar 2007 og gengdi því starfi fram í mars 2013.

Hall­dór var skipaður for­sæt­is­ráðherra hinn 15. sept­em­ber árið 2004 og gegndi því embætti í tæp tvö ár þegar hann ákvað að draga sig út úr stjórn­mál­um.

Nánar um störf Halldórs á mbl.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing