Auglýsing

Halldór: Hanna Birna fái að svara fyrir sig

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í viðtali á Vísi mikilvægt sé að heyra allar hliðar málsins áður en stórir dómar eru felldir í máli hennar. Umboðsmaður Alþingis birti alls fjögur bréf frá Hönnu Birnu, þar sem hún fór yfir sína hlið málsins, með niðurstöðum athugunar sinnar í síðustu viku.

„Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór í viðtali á Vísi.

Hanna Birna fer yfir sína hlið málsins í bréfi til umboðsmanns frá 8. janúar. Þar segir hún meðal annars að það hafi verið mistök af sinni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir:

Ég hefði, óháð skýringum lögreglustjórans og skilningi mínum og ráðuneytisins um að hann færi ekki með stjórn rannsóknarinnar, ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við lögreglustjórann vegna hennar.

Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið henni að skýra sín mál fyrir nefndinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing