Eins og alþjóð veit þá sameinuðust flugfélögin Icelandair og WOW air í byrjun vikunnar. Halldór Högurður var fljótur að bregðast við og hannað nýtt merki og nafn fyrir hið sameinaða flugfélag. Hugmyndin sló í gegn hjá mörgum netverjum en hana má sjá hér að neðan.
„Ímynd WOW var “Hip og cool” en Icelandair var aðallega þekkt fyrir aldraðar flugfreyjur. Í ljósi þess að WOW var þegar á hausnum liggur beinast við að nýja nafnið sé viðsnúið WOW,“ skrifaði Halldór við færsluna.
Halldór veitti Nútímanum góðfúslegt leyfi til að birta færsluna
Ímynd WOW var “Hip og cool” en Icelandair var aðallega þekkt fyrir aldraðar flugfreyjur. Í ljósi þess að WOW var þegar á hausnum liggur beinast við að nýja nafnið sé viðsnúið WOW…
Posted by Halldór Högurður on Mánudagur, 5. nóvember 2018