Auglýsing

Halldóra ræðir samfélagsmiðlafíkn sína: „Búin að ná fimm tíma svefni á síðustu þremur dögum“

Halldóra Snorradóttir er ein þeirra sem rætt verður við í lokaþættinum af Sítengd – veröld samfélagsmiðla á RÚV í kvöld. Halldóra segist vera háð samfélagsmiðlum og segir fíknina ekki frábrugðna annarri fíkn.

Halldóra segist einungis hafa sofið í fimm tíma síðustu þrjá daga, símanotkunin er því farin að trufla svefnvenjur hennar líkt og aðra hluti í lífinu.

Sjá einnig: Sjónvarpsþátturinn Sítengd fékk Dóra DNA til að yfirgefa Instagram: „Fastur í vefnum. Hjálp“

„Það er bara eins og með annað – bara vímuefni eða mat, matarfíklar – þetta verður alltaf að vera þarna. Maður þarf alltaf að vera grípa í eitthvað,“ segir Halldóra en hún eyðir allt að níu klukkustundum á samfélagsmiðlum á dag.

Hún segir að samfélagsmiðlaforritin séu hönnuð til þess að gera fólk háð. Fólk eyði tíma sínum þar og það má ekki missa af neinu. Halldóra segir að hún verði alltaf að hafa síman hjá sér, annars hellist yfir hana kvíði.

Sjá einnig: Dæmi um að íslenskir krakkar mæti ekki í skólann vegna samfélagsmiðla: „Miðillinn verður náttúrulega bara eins og annar útlimur“

 „Þetta er náttúrulega bara í tuttugu og fjórar klukkustundir og maður verður einhvern veginn að sjá hvað fólk er að gera. Ég ætlaði að lesa bók í gær, sem ég er búin að reyna lesa í tvö ár. Ég lagðist í rúmið svona um níuleytið og ég var vakandi í símanum allan tímann til tvö um nóttina.“

Nánar verður rætt við Halldóru í lokaþættinum af Sítengd – veröld samfélagsmiðla í kvöld kl. 20.35 á RÚV. Hægt er að sjá brot úr þættinum á vef RÚV með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing