Haraldur Biering eða Halli hipster eins og hann kallar sig sendi frá sér myndband í gær þar sem hann kennir fólki á lífið. Halli minnir okkur á að yfirstíga óttann og takast á við lífið sem er svo sannarlega núna.
Halli sat á Kaffi Vest þegar Nútíminn náði tali af honum. „Mig langaði að gera insperational video fyrir people out there, því ég veit að margir eru að ströggla í lífinu,“ sagði Halli. Það skal tekið fram að Halli er karakter sem Hjálmar Örn Hjálmarsson leikur.
Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Halla þá er hann duglegur á Twitter eins og sjá má hér að neðan.
Hey kids! Please ekki versla við HM…plís plís!
Ég versla mín föt við L'ancien en þau eru búin til af eldriborgurum í Suður Frakklandi.
— Haraldur Biering (@HaraldurHi) August 28, 2017
Krakkar og Twitter fam, alveg gaman af Eurovision og allt það en munið tónleikana til styrktar Palestínu í september. #12stig #hugsið
— Haraldur Biering (@HaraldurHi) May 13, 2017