Nýr og endurbættur Hagavagn opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Nýji staðurinn sérhæfir sig í hamborgurum og óhætt er að segja að staðurinn hafi slegið í gegn.
Vinsældir staðarins voru slíkar að um kvöldmatarleytið í kvöld var skellt í lás. Ástæða lokunarinnar var sú að allt hráefnið sem pantað hafði verið inn fyrir helgina var uppselt. „Við eigum ekkert til svo við neyðumst til að hafa lokað í kvöld og á morgun. Opnum dyrnar aftur á mánudaginn. Takk fyrir að taka vel á móti okkur,“ skrifuðu aðstandendur staðarins í færslu á Twitter.
SOLD OUT! Við eigum ekkert til svo við neyðumst til að hafa lokað í kvöld og á morgun. Opnum dyrnar aftur á mánudaginn. Takk fyrir að taka vel á móti okkur. pic.twitter.com/XR6GBsbl6j
— Hagavagninn (@hagavagninn) November 10, 2018
Meðal þeirra sem standa að staðnum eru tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti og veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson. Aðrir eigendur eru hjónin Rakel Þórhallsdóttir og Jóhann Guðlaugsson.
„Nammið er búið“