Auglýsing

Handtekinn á bráðamóttökunni eftir vinnuslys í Reykjavík

Tveir menn voru handteknir í dag þar sem þeir voru við vinnu í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði lent í vinnuslysi og fallið um fimm metra. Þegar hann var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar kom í ljós að hvorki hann né samstarfsmaður hans voru með dvalar- eða atvinnuleyfi hér á Íslandi.

Voru mennirnir handteknir, annar þeirra með minniháttar meiðsli, og er lögreglan að skoða mál þeirra betur. Búast má fastlega við því að þeir verði sendir úr landi.

Tók fingurinn næstum af

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en um er að ræða verkefni frá 05:00 í morgun til 17:00 í dag. Þar kemur fram að 95 mál voru skráð í LÖKE-kerfi embættisins en töluvert var um tilkynningar vegna fólks í annarlegu ástandi og aðstoðarbeiðnir vegna veikinda.

Fjórir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu og voru þeir allir afgreiddir á vettvangi nema þann sem var tilkynntur í hverfi 105. Þar hafði verið brotist inn á vinnusvæði og er ekki vitað hver gerandinn er þegar þetta er skrifað.

Eitt annað vinnuslys var tilkynnt til lögreglu en það átti sér stað í Hafnarfirði. Þar fór maður með fingur í sög en samkvæmt dagbókinni tók hann fingurinn næstum af. Sjúkraflutningamenn fluttu manninn á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing