Karlmaður er í haldi lögreglu vegna gruns um mansal í Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram á Vísi.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið. Vísir greinir frá því að lögreglumenn hafi leitað þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur hafa stöðu þolenda mansals.
Í frétt Vísis kemur fram að fjölmennt lið lögreglumanna hafi tekið þátt í aðgerðum í Vík í dag vegna málsins og að sérstakt mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins hafi aðstoðað.