Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði ekkert samráð við þingflokk Framsóknarflokksins áður en hann lýsti yfir að hann væri reiðubúinn að rjúfa þing og boða til kosninga ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja ríkisstjórnina.
Það sagði Karl Garðarsson í hádegifréttum RÚV. Hann sagði að viðbrögð Sigmundar Davíðs í málinu kæmu honum á óvart. „Hann hefði kannski átt að segja þingflokknum þetta fyrst.“
Fylgstu með Nútímanum í beinni hér fyrir neðan.