Auglýsing

Hanna Birna: „Nú er mál að linni“

„Eft­ir um­tals­verða um­hugs­un hef ég nú til­kynnt for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins að ég vilji hætta sem ráðherra og sæk­ist ekki leng­ur eft­ir að gegna embætti inn­an­rík­is­ráðherra.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hanna Birna Kristjánsdóttir sendir frá sér rétt í þessu. Nútíminn sagði frá því fyrstur fjölmiðla að Hanna Birna hugðist segja af sér í dag.

„Ég hef jafn­framt óskað eft­ir því að hann geri til­lögu við þing­flokk­inn um arf­taka minn enda nauðsyn­legt að sem mest­ur friður ríki um störf ráðherra sem ber ábyrgð á þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem unn­in eru á vett­vangi ráðuneyt­is.

Þessa dag­ana er ár liðið frá því at­b­urðarás hins svo­kallaða leka­máls hófst. Með þær upp­lýs­ing­ar um at­b­urðarás­ina sem nú liggja á borðinu er ljóst að aðstoðarmaður minn braut af sér án minn­ar vitn­eskju. Hann starfaði í póli­tísku umboði mínu og ég bar traust til hans enda hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að treysta fólki.

Ég hafði ekki for­send­ur til að rengja ít­rekaðar yf­ir­lýs­ing­ar hans um sak­leysi í nán­ast heilt ár og viðbrögð mín voru í sam­ræmi við það. Játn­ing hans vegna máls­ins var mér mikið per­sónu­legt áfall og ljóst er að viðbrögð mín á ýms­um stig­um máls­ins hefðu verið allt önn­ur ef ég hefði vitað hvernig mál­inu var háttað.

Frá upp­hafi hef ég reynt að vanda til verka í þessu máli og alltaf brugðist við með þeim hætti sem ég taldi satt og rétt. Ég hef ít­rekað sagt frá því sem ég hef getað sagt um málið, reynt að skýra það með eins sönn­um hætti og mér hef­ur verið unnt.

Ég brást strax í upp­hafi við með sér­stakri skoðun í ráðuneyt­inu, hef orðið við öll­um beiðnum lög­reglu um gögn og upp­lýs­ing­ar en um leið reynt að vernda mann­rétt­indi og trúnað við aðra en þá sem rann­sókn­in beind­ist að, svarað ít­rekuðum spurn­ing­um umboðsmanns Alþing­is og lagt ríka áherslu á að vinna skýr­ar verklags­regl­ur og ör­ygg­is­ferla til að bregðast við slík­um mál­um og kær­um. Ég vék aðstoðar­manni tíma­bundið frá störf­um og síðar sagði ég mig frá verk­um dóms­málaráðherra. Um leið og ég fékk fyrst staðfest­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig í mál­inu lá upp­lýsti ég málið strax og rak aðstoðarmann minn taf­ar­laust. Ég hef ít­rekað tjáð mig um að ég hafi ekki blandað mér með óeðli­leg­um hætti í um­rædda rann­sókn og það hafa fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri, rík­is­sak­sókn­ari, rann­sak­end­ur og loks héraðsdóm­ur staðfest með niður­stöðum sín­um.

Und­an­farna daga hef ég hins veg­ar skynjað að ekk­ert af þessu skipt­ir raun­veru­legu máli. Tor­tryggni og van­traust vegna máls­ins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og munu áfram halda uppi efa­semd­um og ásök­un­um vegna þess. Það er því miður búið að draga of marga inn í þessa umræðu ít­rekað og með ósann­ind­um, þar með talið nú síðast ráðuneyt­is­stjóra inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, nú­ver­andi lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu og aðra emb­ætt­is­menn. Þau, ekki frek­ar en ég, höfðu vitn­eskju um brotið. Nú er mál að linni.

Ég hef alltaf átt mér þann draum í stjórn­mál­um að breyta þeim og gera þau betri og þegar ég skynja að per­sóna mín, sam­starfs­fólk eða verk­efni valda slíkri reiði, heift og jafn­vel hatri í huga ein­hverra vil ég taka mark á því, vinna með það, leita sátta og velta upp nýj­um kost­um. Ég veit að ég á að þekkja að erfiðar póli­tísk­ar aðstæður kalla á hefðbundna póli­tík hörk­unn­ar og hefðbundna fjöl­miðlun fyr­ir­sagna og ég erfi það við eng­an – en ég hefði hins veg­ar hvorki trúað því að illsk­an í umræðunni yrði svo mik­il né að hún fengi svo mikið á mig og þá sem næst mér standa. Und­an­farið ár hef­ur verið mér póli­tískt og um leið per­sónu­lega erfitt. Síðast fyr­ir nokkr­um dög­um þurft­um við fjöl­skyld­an að ræða dylgj­ur dags­ins, út­skýra fyr­ir fjöl­skyldu og vin­um að það sé allt í lagi með okk­ur og tryggja svo að dæt­ur okk­ar lesi ekki meiðandi og mann­skemm­andi um­mæli í ýms­um fjöl­miðlum. Við hjón­in ákváðum þá að slík­ar fjöl­skyld­u­stund­ir væru ein­fald­lega orðnar of marg­ar.

<Ég er inni­lega þakk­lát fyr­ir þann mikla stuðning og hvatn­ingu sem ég hef fundið frá fólki um allt land. Inni­lega þakk­lát fyr­ir að hafa lokið öll­um þeim verk­um og mik­il­vægu breyt­ing­um sem ég hafði ein­sett mér á þess­um tíma­punkti í ráðherra­embætti með frá­bæru starfs­fólki inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og í góðu sam­starfi við alla þing­flokka og þing­menn á Alþingi

Ég er sér­stak­lega þakk­lát fyr­ir að eiga traust og stuðning for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, for­sæt­is­ráðherra, rík­is­stjórn­ar­inn­ar allr­ar, þing­flokka beggja stjórn­ar­flokk­anna og Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ég er þakk­lát fyr­ir hvernig þau hafa stöðugt og óhikað hvatt mig til áfram­hald­andi setu og fram á síðustu stundu reynt að telja mér hug­hvarf – en veit líka að þau skilja að eft­ir heilt ár af ósönn­um dylgj­um um aðkomu mína að um­ræddu máli, enda­laus­um aðdrótt­un­um um heil­indi mín gagn­vart þingi og þjóð og þeirri van­líðan sem þetta hef­ur kallað yfir mig og þá sem næst mér standa – sé ein­fald­lega nóg komið.

Til að skapa frið um störf ráðuneyt­is­ins og til að hlífa þeim sem þetta mál hef­ur bitnað illa á hef ég nú til­kynnt for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins að ég óski eft­ir að hætta sem ráðherra og sæk­ist ekki leng­ur eft­ir að gegna embætti inn­an­rík­is­ráðherra. Hann sýndi þeirri beiðni minni skiln­ing, enda miklu frek­ar um per­sónu­lega en póli­tíska ákvörðun að ræða.

Til að axla áfram mína póli­tísku ábyrgð gagn­vart fólk­inu sem kaus mig til for­ystu á Alþingi til fjög­urra ára mun ég að loknu stuttu fríi taka aft­ur til starfa sem þingmaður og von­andi enn virk­ari vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins um ára­mót. Ég hlakka til þess, nýrra verk­efna og nýs árs.

Ég mun ekki veita fjöl­miðlaviðtöl í dag en verja næstu dög­um með fjöl­skyld­unni.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing