Auglýsing

Hanna Birna segir af sér í dag

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ætlar að segja af sér í dag, samkvæmt heimildum Nútímans.

Samkvæmt heimildum Nútímans hefur Hanna Birna sagt fólki innan Sjálfstæðisflokksins að hún ætli að segja af sér í dag. Hún hættir þá sem innanríkisráðherra en Nútíminn hefur ekki upplýsingar um hvort hún ætli einnig að segja af sér þingmennsku.

Uppfært: RÚV hefur einnig birt frétt um málið. Þar kemur fram að Hanna ætli að taka sér frí fá stjórnmálum fram að áramótum og snúa þá aftur á þing. Ekki liggur fyrir hver tekur við embætti innanríkisráðherra.

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði 11. nóvember að hafa af­hent skjal úr ráðuneyt­inu varðandi hæl­is­leit­anda til fjöl­miðla í nóv­em­ber 2013.

Örskýring: Lekamálið í 200 orðum

Lekamálið hófst í 20. nóvember á síðasta ári þegar upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr innanríkisráðuneytinu. Málið stendur ennþá yfir.

Ekki náðist í Þóreyju Vilhjálsmdóttir, aðstoðarmann Hönnu Birnu, við vinnslu fréttarinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing