Auglýsing

Hannes fékk myndina af Kramer í brúðkaupsgjöf frá Ragga Sig og Seinfeld fylgist með á Twitter

Rithöfundurinn Dagur Hjartarson birti ansi skemmtilegt tíst á Twitter í gær. Í tístinu er mynd af Hannesi Halldórssyni markverði íslenska landsliðsins á Hótel Nordica daginn fyrir brottför landsliðsins til Rússlands. Tístið hefur vakið mikla athygli.

Á myndinni situr Hannes við tölvuna sína að leggja lokahönd á auglýsingu Coca Cola fyrir HM. Dagur beinir athygli fólks að mynd af Cosmo Kramer, sjónvarpspersónu úr vinsælu gamanþáttunum Seinfeld, sem er fyrir aftan tölvu Hannesar. Tíst Dags vakti mikla lukku og hann fékk meira að segja svar frá opinberum Twitter aðgangi Seinfeld þáttanna.

Sjá einnig: Sjáðu geggjaða auglýsingu Coca-Cola fyrir HM sem Hannes leikstýrði

Dagur Hjartarson blekkti allan heiminn á Twitter þegar Íslendingar mættu Englendingum á EM fyrir tveimur árum þegar hann birti lygasögur af íslenska liðinu. Hann virðist ætla að halda áfram að grína á HM, sem hófst í Rússlandi í gær.

Nútíminn gróf upp söguna á bakvið myndina og heyrði í ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni. Hann segir myndina af Kramer vera síðbúna brúðkaupsgjöf til Hannesar frá Ragnari Sigurðssyni félaga hans í landsliðinu en þeir eru báðir miklir aðdáendur Seinfeld þáttanna.

Sjá einnig: Dagur Hjartarson trollaði heiminn á Twitter á meðan leikur Íslands og Englands stóð yfir

Dagur var ekki lengi að nýta sér athyglina og kom fljótt með skemmtilega lygasögu um Hannes. Nú er bara að bíða og sjá hvaða erlendu miðlar munu hafa þetta eftir Degi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing