Auglýsing

Hard Rock leggur fram nýja tillögu, telja sig uppfylla öll skilyrði Reykjavíkurborgar

Forsvarsmenn Hard Rock hafa lagt fram nýja tillögu sem þeir telja að uppfylli öll skilyrði sem Reykjavíkurborg setur um rekstur veitingastaðarins í Iðu. Þeir vonast eftir jákvæðu svari frá borginni á næstu vikum.

Eins og Nútíminn greindi frá í gær hefur Reykjavíkurborg hafnað umsókn um að opna veitingastaðinn Hard Rock á jarðhæð Iðu við Lækjargötu. Hlutfall veitinga- og skemmtistaða sem snúa að götunni er þegar yfir því hámarki sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagi. Þetta kemur fram í afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Nútíminn greindi frá því í desember að forsvarsmenn Hard Rock vildu opna í Iðu. Þá hafði DV greint frá því að Birgir Þór Bieltvedt, einn eigenda Domino’s á Íslandi, hafi náð samkomulagi um að opna veitingastaðinn í miðborg Reykjavíkur í sumar.

Birgir Bieltvedt segir í svari við fyrirspurn Nútímans að síðan fyrsta tillaga var lögð fram séu þeir búnir að fara til Hard Rock í Bandaríkjunum til að teikna svæðið upp og meðal annars taka tillit til óska um að verslunarrýmið fái nægt pláss á jarðhæð. Hann bendir á að þriðjungur veltu Hard Rock komi að jafnaði frá versluninni.

Eftir það var staðurinn teiknaður upp af THG arkitektum samkvæmt þeim skilyrðum sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Hard Rock Café í Bandaríkjunum setja.

„Áður en umsóknin var send inn í síðustu viku fengum við lögfræðilegt álit til þess að vera fullvissir um það að við værum að gera þetta samkvæmt þeim stöðlum sem óskað væri eftir,“ segir Birgir.

„Við teljum okkur með þessari umsókn vera koma til móts við alla þar á meðal almenning, sem mun njóta góðs af þegar við vonandi opnum í sumar.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing