Auglýsing

Hard Rock vill opna í Iðu við Lækjargötu

Forsvarsmenn Hard Rock Café vilja opna veitingastaðinn í Iðu við Lækjargötu, samkvæmt heimildum Nútímans. DV greindi frá því í dag að Birgir Þór Bieltvedt, einn eigenda Domino’s á Íslandi, hafi náð samkomulagi um að opna Hard Rock í miðborg Reykjavíkur í sumar.

Heimildir Nútímans herma að Birgir og félagar vilji opna staðinn í Iðu og hafi unnið að því. Samkvæmt frétt DV er von á tilkynningu frá Hard Rock á næstu dögum.

Sjá einnig: Hard Rock opnar í miðbæ Reykjavíkur næsta sumar, von á tilkynningu á næstu dögum

Ísland er appelsínugult á sérstöku korti á vef Hard Rock sem sýnir hvar veitingastaði keðjunnar er að finna. Appelsínuguli liturinn táknar að keðjan sé með virk­um hætti leita eft­ir ein­hverj­um til þess að sjá um rekst­ur veit­inga­húss­ins hér á landi.

Tómas Tómasson, sem er í dag þekktur sem Tommi á Búllunni, opnaði Hard Rock í Kringlunni árið 1987. Gaum­ur hf, eign­ar­halds­fé­lag Bón­us-feðga, keypti svo staðinn árið 1999 og rak hann þar til hon­um var lokað í maí 2005.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing