Vinnustaðarfótboltinn á Alþingi er eflaust einn sá harðasti á Íslandi. Tvær æfingar voru haldnar og menn sluppu ekki heilir frá þeim. Þetta kemur fram í innslagi Nútímans og New Balance á Íslandi. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Guðlaugur Þór stóð fyrir æfingunum og játar laufléttur að menn hafi ekki sloppið heilir frá þeim.
Nei, það gerist ekki. Það er ástæðan fyrir því að það eru æfingar mjög sjaldan. Ég er ekkert að grínast með það, sem betur fer fór það ekkert í fjölmiðla hversu alvarlega menn komu frá þessum tveimur æfingum sem við héldum.
Guðlaugur segir að eitt og hálft ár sé liðið frá síðustu æfingu og nú þurfi þingheimur að herða sig til að taka upp þráðinn.
„En það er langur vegur frá því að menn komust heilir frá æfingum hjá Alþingismönnum — svo mikið er víst,“ segir hann og hlær.
Sjáðu viðtal við Guðlaug Þór og Vilhjálm Árnason hér fyrir neðan.