Auglýsing

Harmageddon sendir frá sér yfirlýsingu: Góðir trommarar þurfa ekki að vera karlar

Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 segja í yfirlýsingu á Facebook-síðu þáttarins að maður þurfi ekki að vera karlmaður til þess að vera góður trommari.

Frosti hefur verið gagnrýndur um helgina fyrir orð sem hann lét falla um tónlistarkonuna Hildi, sem vann íslensku tónlistarverðlaunin fyrir popplag ársins í síðustu viku. Þá hefur Frosti verið gagnrýndur fyrir skoðanir sínar á kvenkyns trommuleikurum.

Sjá einnig: Tónlistarkonan Hildur sendir útvarpsmanninum Frosta tóninn og vill afsökunarbeiðni

„Að spila á trommur er yfirleitt massa töffaraskapur,“ segir í yfirlýsingu Harmageddon.

Til þess að vera góður trommari þarf maður ekki að vera karlmaður. Til þess þarf hæfileika og tæknilega getu sem allir geta sótt óháð kyni.

Í yfirlýsingunni segir einnig að einhverjir kunni að hafa þá persónulegu skoðun að karlmenn geti barið fastar á trommurnar en konur. „Það kann að vera tómt kjaftæði og efumst við ekki um að framtíðin eigi eftir að leiða það í ljós,“ segir þar enn fremur.

„Finnst okkur mikilvægt að koma því á framfæri þar sem margir vilja nota orð sem viðhöfð voru í útvarpsþættinum okkar sér til upphafningar að Harmageddon trúir ekki á guð en við trúum á styrk mannins(konunnar) til að afreka það sem hann/hún vill.“

Þá vill Harmageddon koma því á framfæri til allra ungra kvenna og karla sem vilja spila á trommur eða önnur hljóðfæri að æfingin skapi meistarann.

„Ef þú átt stelpu sem er að læra á trommur í dag og hún er byrjuð að slæpast eða þú vilt að hún berji fastar, viljum við endilega hvetja þig til þess að spila upptökuna úr þættinum síðasta föstudag. Við ábyrgjumst að hún mun slá fastar.“

Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing