Auglýsing

Harvey Weinstein lýsir yfir sakleysi sínu

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann kom fram í réttarsal í Bandaríkjunum í morgun. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Weinstein var handtekinn og formlega ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í lok maí.

Í grein Guardian segir að Weinstein hafi haltrað þegar hann rölti inn í réttarsalinn áður en hann hafi sest á milli lögfræðinga sinna og haldið fram sakleysi sínu.

Weinstein hefur harðneitað öllum ásökunum en lögfræðingur hans efast um áreiðanleika þeirra sem hafa sakað hann og segist handviss um að hann geti hreinsað nafn hans.

Weinstein gengur laus eftir að hafa borgað 1 milljón dollara tryggingu, samþykkt að ganga með staðsetningarbúnað og afhenda vegabréfið sitt. Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur.

Weinstein mun mæta aftur í dómsal 20. september næstkomandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing